Tegund
Undirtegund
Slagrými
Afl í Kw
Hreyfilkóði

Af hverju notum við öryggisbúnað?

Fljótlega eftir að fyrsti bíllinn kom á götuna varð fyrsta bílslysið. Fyrsta dauðsfall í bílslysi er oft talið vera Mary Ward sem var að aka gufudrifnum bíl árið 1869. Hún missti stjórn á bílnum, kastaðist úr bifreiðinni og lést samstundis.

Það getur verið gott að minna sig og aðra á að ferðast um í bíl getur haft mikla hættu í för með sér. Fyrsta  skrefið til að minnka mögulegan skaða vegna umferðarslysa er að nota réttan öryggisbúnað.

Síðan 1869 hafa orðið miklar framfarir í öryggismálum bíla. Til að telja upp eitthvað af þessum framförum má nefna hraðatakmarkanir, aðalljós, loftfyllt dekk, diska bremsur, rúðuþurrkur, vökva bremsur, öryggisgler, þriggja punkta öryggisbelti, ABS bremsur, öryggis reglugerðir, loftpúðar, öryggisbelti í aftursæti, EURO NCAP og ekki síst barnabílstóla og löggjöf um notkun þeirra.

Allur sá búnaður sem talinn er upp hafur þróast mikið frá sinni fyrstu birtingarmynd. Öryggisbúnaður er alltaf að verða betri en eitt það mikilvægasta við öryggisbúnað er að hann sé notaður og notaður rétt. Allur sá búnaður sem talin er upp hér á undan hefur bjargað gífurlegum fjölda mannslífa. Þrátt fyrir að það sé almenn þekking að til sé öryggisbúnaður sem geti bjargað lífi okkar og okkar nánustu eru sum okkar ennþá ekki að nota réttan búnað.

Það finnst flestum sjálfsagður hlutur að vera í bílbelti þegar við notum bíla og ætti að vera jafn sjálfsagður hlutur að börn í bílum noti viðeigandi búnað eftir aldri og þroska. Þess vegna leggjum við hjá Bílanaust mikið upp úr því að velja og nota réttan öryggisbúnað fyrir börnin okkar. Við viljum auðvitað öll að öryggi barna í bíl sé alltaf eins gott og mögulegt er.

Að velja réttan barnabílstól

Það er mikilvægt að velja réttan öryggisbúnað eftir þörfum hvers og eins. Það eru margir hlutir sem þarf að huga að þegar velja á barnabílstól.

Öryggisbúnaðurinn þarf að uppfylla kröfur um öryggi. Á Íslandi eru tvær reglugerðir í gangi þegar kemur að barnabílstólum en það er ECE R44/04 og ECE R129 (einnig þekkt sem i-Size). Athugið að stólar innfluttir annarstaðar en frá Evrópu uppfylla ekki þessa staðla, þar með talið Bandaríkin og Kanada.

Ef barnabílstóll er ekki með aðra hvora merkinguna þá uppfyllir sá stóll ekki skilyrðin og ætti ekki að kaupa slíkan búnað. Það er heldur ekki löglegt að selja barnabílstóla á Íslandi án þess að þeir uppfylli aðra hvora reglugerðina.

Mikilvægt er að huga að því að barnabílstóllinn muni passa bílnum jafnt og barninu.
Britax eru með FitFinder á heimasíðu sinni sem aðstoðar fólk við að finna rétta stólinn sem hentar bæði barni og bíl.

Á vef samgöngustofu er hægt að lesa sér til um í hvernig stól barn á að vera í á mismunandi tímum ævinnar. Í stuttu máli:

 

Bakvísandi stólar eru öruggari

Rannsóknir hafa margsannað að bakvísandi staða er mun öruggari en framvísandi ef kemur til árekstrar. Sérfræðingar mæla með því að börn séu í bakvísandi stöðu til 4 ára aldurs, Sænsk yfirvöld ganga svo langt að mæla með bakvísandi til 6 ára. Lagalega þarf barn undir 1 árs alltaf að vera bakvísandi.

Barn telst vaxið uppúr stól ef hluti höfuðs fyrir ofan eyru stendur upp úr stólnum. Mörgum foreldrum liggur á að skipta börnunum yfir í framvísandi stól. Mörgum finnst þessi tími bakvísandi vera alltof langur. Oft vegna þess að fætur barnanna standi út úr stólnum, það hefur ekki áhrif á öryggi stólsins og á ekki að notast sem viðmið um hvenær barn sé vaxið uppúr stól.

Endingartími

Endingartími barnabílstóla er 10 ár frá þeim degi sem hann er tekinn í notkun. Endingartími ungbarnabílstóla er 5 ár. Ekki er mælt með því að kaupa eða nota notaða barnabílstóla. Þó ekki sjái á stól þá getur hann verið ónýtur eftir hnjask, það er því mjög mikilvægt að þekkja sögu þess stóls sem verið er að nota.

Samgöngustofa og Miðstöð slysavarna barna fjalla ýtarlega um notaða barnabílstóla á sínum heimasíðum.

Algeng hugtök barnabílstóla

Framvísandi barnabílstóll:

 • Barnabílstóll þar sem barnið snýr í sömu stöðu og ökumaður.

Bakvísandi barnabílstóll:

 • Barnabílstóll þar sem barnið snýr baki í ökumann.

ISOFIX: fyrir barnabílstóla í flokki 1

 • Barnabílstólar í Flokki 1 eru ætlaður börnum 0-4 ára eða 0-18 kg.
 • ISOFIX er með burðagetu uppí 36 kg þess vegna eru ISOFIX stólar eingöngu ætlaðir börnum upp að 18 kg. En þá er miðað við þyngd barns og stóls saman.

ISOFIT: fyrir barnabílstóla í flokki 2 og 3

 • Barnabílstólar í flokki 2 og 3 eru ætlaðir börnum frá 9-36 kg eða sirka 1-12 ára.
 • Í þessum barnabílstólum er ISOFIT og öryggisbelti bílsins notað saman.

Beltisfestur barnabílstóll:

 • Barnabílstóll sem eingöngu er festur með belti.

i-Size ECE R129

 • i-Size er nýr evrópskur staðall fyrir barnabílstóla. ECE R129.
 • Bílar verða að vera í samræmi við I-Size til að ná hámarks Evrópskri NCAP einkunn.
 • Reglur I-Size eru hannaðar til að veita börnum viðbótarvernd og öryggi í bílum.
 • i-Size kemur ekki í staðin fyrir núverandi ECE R44 / 04 löggjöf eins og staðan er í dag en í framtíðinni mun i-Size löggjöfin ECE R129 taka við.
 • Helstu breytingar er aukin stuðningur við höfuð og háls barnsins og betri vernd bæði við fram og hliðar árekstur.
 • Fimm punkta beltis stólar tryggja að barnið helst í sætinu, jafnvel þegar um er að ræða bílveltu.
 • i-Size hjálpar einnig foreldrum að velja réttan búnað með því að flokka sæti eftir hæð barnsins frekar en þyngd.
 • i-Size stóla er hægt að nota í flestum bílum sem hafa ISOFIX festingar. ISOFIX festingar hafa verið staðalbúnaður í flestum bílum frá árinu 2007.
 • Löggjöfin segir einnig að barnið þurfi að vera bakvísandi til allt að 15 mánaða gömul.